Vikudagur kemur út í dag

Vikudagur kemur út í dag og að vanda er blaðið stútfullt af fréttum, fróðleik og mannlífsefni. 

Meðal efnis í blaðinu:

-Eins og Vikudagur greindi nýlega frá náði íbúafjöldi Akureyrarbæjar 19 þúsundum í sumar. Nítján þúsundasti íbúinn nefnist Benedikt Árni Birkisson en hann fæddist 20. júlí sl. á Akureyri.

-Leikkonan Margrét Sverrisdóttir er meðlimur í norðlenska atvinnuleikhópnum Umskiptingar sem frumsýna nýtt leikverk þann 5. október sem nefnist Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist en verkefnið er unnið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar. Margrét hefur komið víða við á leiklistarferlinum og þá stýrði hún Stundinni okkar um tíma. Vikudagur fékk Margréti í nærmynd.

-Forseti bæjarstjórnar á Akureyri segir bæjaryfirvöld opin fyrir því að sameinast öðrum sveitarfélögum í Eyjafirði.

-Æfingar á verkinu Galdragáttin og þjóðsagan sem gleymdist standa nú yfir í Samkomuhúsinu á Akureyri. Um er að ræða splunkunýtt verk eftir norðlenska atvinnuleikhópinn Umskiptinga en verkefnið er unnið í samstarfi við Leikfélag Akureyrar og verður frumsýnt 5. október.

-Á Degi íslenskrar náttúru mánudaginn 16. september sl. undirritaði Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri loftslagsyfirlýsingu Festu og Akureyrarbæjar og var fyrirtækjum og stofnunum í bænum boðið að gera slíkt hið sama.

-Í Húsi vikunnar fjallar Arnór Bliki Hallmundsson um Brekkugötu 11.

-Elvar Freyr Pálsson sem er matgæðingur vikunnar að þessu sinni kemur með tvær áhugaverðar uppskriftir.

-Íslenskt tónleikabíó fer fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri þegar íslenska verðlaunateiknimyndin LÓI – Þú flýgur aldrei einn verður sýnd við lifandi flutning Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, hljómsveitarinnar sem hljóðritaði tónlist norðlenska tónskáldsins Atla Örvarssonar við teiknimyndina.

Þetta og mun meira til í Vikudegi í dag. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér. Þá er áskriftarsíminn 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.


Athugasemdir

Nýjast