Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 24. september. Meðal efnis í blaði vikunnar:

*Eins og kom fram í umfjöllun í Vikublaði síðustu viku hefur hús Orkuveitu Húsvíkur að Vallholtsvegi 3, Orkuhúsið svo kallaða verið notað síðan í sumar sem frístundarhús fyrir börn með fatlanir. Komið hefur í ljós að brunarvarnir eru í ólagi í húsinu en þar hefur einnig verið starfrækt skammtímavistun fyrir sama hóp barna, þar sem börnin gista ásamt starfsfólki um helgar. Síðast var gist í húsinu 11-13 september sl., í óþökk slökkviliðsstjóra 

*Bæjarstjórn Akureyrar kynnti í vikunni þá ákvörðun að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Markmiðið er að mynda breiða samstöðu vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heimsfaraldurs og í rekstri sveitarfélagsins. Farið er ítarlega yfir þessi mál í blaðinu.

*Húsvíkingurinn Agnes Árna­dótt­ir hlaut á dögunum Wista Norway Lea­ders­hip-verðlaun­in. For­sæt­is­ráðherra Nor­egs, Erna Sol­berg, af­henti henni verðlaun­in.

*Blóðskilunarteymi Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) hlaut hvatningarverðlaun sjúkrahússins fyrir árið 2019 en verðlaunin voru afhent fimmtudaginn 17. september sl., skömmu áður en ársfundur sjúkrahússins hófst.

*Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir er matgæðingur vikunnar og kemur bæði með uppskriftir og ýmis heilræði varðandi hollustu.

*Óskar Þór Halldórsson er höfundur bókarinnar Á Ytri-Á sem kom út á dögunum.  Þungamiðjan í þessari nýju bók er saga hjónanna Sigurbjörns Finns Björnssonar og Mundínu Þorláksdóttur á Ytri-Á á Kleifum við vestanverðan Ólafsfjörð og tuttugu barna þeirra sem þau eignuðust á 28 árum, frá 1917 til 1945. Rætt er við Óskar í blaðinu.

*Sviðslistaverkið Tæring er nú í sýningu á Hælinu, setri um sögu Berklanna. Hrönn Björgvinsdóttir fór á sýninguna og skrifar um sína upplifun.

*Guðný Steingrímsdóttir sneri nýverið aftur til heimahaganna eftir 16 ár í burtu og virtist hin kátasta að vera komin heim þegar blaðamaður Vikublaðsins heyrði í henni á dögunum. Guðný er búin að opna útfararþjónustu sem hún mun sinna sjálf í samstarfi við  kirkjuna.

*Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit heldur um áskorendapennann og Huld Hafliðadóttir skrifar bakþankapistil vikunnar.


Athugasemdir

Nýjast