Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er margt áhugarvert að finna í blaðinu.

Meðal efnis:

*Silja Björk Björnsdóttir er nýr rekstrarstjóri BARR Kaffihús sem opnaði nýlega í Menningarhúsinu Hofi. Silja er fædd og uppalinn í Þorpinu á Akureyri og flutti aftur á heimaslóðir frá Reykjavík til þess að taka við starfinu. Vikublaðið ræddi við Silju.

*Bæjarstjórn Akureyrar hefur samþykkt tillögu að stjórnsýslubreytingum sem taka gildi um næstu áramót. Breytingarnar fela í sér að sviðum verður fækkað um eittfrá og með 1. janúar 2022 Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar, segir að þetta séu óhjákvæmilegar aðgerðir.

*Framkvæmdir eru að hefjast við stækkun Þekkingarnets Þingeyinga (ÞÞ). Langanes ehf. hefur fest kaup á Hafnarstétt 1 af Steinsteypi ehf. en fyrir á Langanes núverandi húsæði ÞÞ að Hafnarstétt 3. Það er Bjarni Aðalgeirsson, fyrrum útgerðarmaður sem er maðurinn á bak við Langanes.

*Á föstudag í síðustu viku luku 16 hressar stelpur á aldrinum 10-14 ára fimm daga dvöl í  sumarbúðum í Saltvík rétt sunnan Húsavíkur. Í hópnum eru bæði stelpur sem eru þaulvanar að umgangast hesta en einnig aðrar sem aldrei hafa stigið á bak. Þetta er í fyrsta sinn sem sumarbúðir eru starfræktar í Saltvík.

*Hjónin Sigríður María Hammer og Finnur Aðalbjörnsson festu kaup á landi austan við Eyjafjörð í september á síðasta ári og hafa nú ráðist í miklar framkvæmdir. Þann 11. Febrúar á næsta ári hyggjast þau opna svo kölluð Skógarböð og nýta þannig heitt vatn sem rennur frá Vaðlaheiðargöngum og út í sjó. Sigríður segir í samtali við Vikublaðið að framkvæmdirnar gangi vel. Undanfarið hafi verið unnið í lögnum og til standi að reisa á næstunni.

*Uppbygging útivistasvæðis við Reyðarárhnjúk var til umræðu í sveitastjórn Norðurþings á dögunum. Helena Eydís Ingólfsdóttir, fulltrúi D-lista, vakti athygli á því að Skíðasvæðið í Bláfjöllum væri að hætta að nota stólalyftu sem hefur verið í rekstri í áratugi. Norðurþingi stendur til boða að fá þessa lyftu sér að kostnaðarlausu.

*Kristrún Lind Birgisdóttir heldur um áskorandapennann og skrifar áhugaverðan pistil og Inga Dagný Eydal skrifar bakþanka vikunnar.

*Álfamöttull er ein vinsælasta inniplanta landsins segir Egill Páll Egilsson sem skrifar að vanda um plöntur.

 Smelltu hér til að gerast áskrifandi.

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast