Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og er spennandi blað á leiðinni þennan fyrsta dag sumars.

Meðal efnis:

*Þórhallur Jónsson, formaður skipulagsráðs Akureyrarbæjar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mun taka upp skipulag á Akureyrarvelli í bæjarstjórn fyrir fjárhagsáætlun bæjarins árið 2022 þar sem framtíð svæðisins verður ákveðin. Hugmyndina segir Þórhallur vera að breyta vellinum í fólkvang sem myndi nýtast við ýmsa viðburði og tækifæri.

*Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri. Birgir, einnig þekktur sem Biggi í Maus, hefur starfað sem sálfræðingur fyrir Píeta í um þrjú ár. Vikublaðið ræddi við Birgi um samtökin, listina og væntanlega búferlaflutninga norður en hann er þó nokkuð tengdur Akureyri.

*Staða verslunar og þjónustu á Húsavík hefur lengi verið á milli tanna Húsvíkinga. Reglulega hafa undirskriftarlistar farið af stað í bænum í von um að þrýsta á ýmist Krónuna eða Bónus að opna matvöruverslun í bænum. Án árangurs. Kveikjan að  umræðunni nú er sú óvissa sem kom upp um framtíð Húsasmiðjunnar á staðnum.

*Ásta Magnúsdóttir er grunnskólakennari til 20 ára. Hún sinnir aðallega tónmenntakennslu, kórstjórn og leikstýrir söngleikjum og er Norðlendingur vikunnar hjá Vikublaðinu. Kórastarf hefur verið órjúfanlegur hluti af lífi Ástu frá því hún var barn.

*Atli Páll Gylfason tók áskorun frá Gísla Einari í síðasta blaði og kemur hér með nokkrar uppskriftir í matarhornið. „Ég starfa sem múrari hér á Akureyri. Það er rétt hjá honum Gísla vini mínum sem skoraði á mig að ég hef gaman af töfrum eldhússins en yfirleitt sé ég um að borða matinn og ganga frá. Það kemur stundum fyrir að ég sé um að eldamennskuna og eru alls kyns pönnukökur mín sérgrein,“ segir Atli. 

*Eins og alþjóð veit breyttist Húsavík í kvikmyndabæ um helgina; öðru sinni í tengslum við Netflixmynd Will Ferrels: Euro­vision Song Con­test: The Story of Fire Saga. Í þetta sinn var verið að kvikmynda myndband við lagið Husa­vik – My Home í flutningi Molly Sandén sem tilnefnt er til Óskarsverðlauna. Þegar ljóst var að Molly fengi ekki að flytja lagið á sviðinu í Hollywood vegna sóttvarnareglna tóku lagahöfundar strax ákvörðun um að taka myndbandið upp á Húsavík. Vikublaðið fór á stúfana.

*Vikublaðið heldur áfram að kynna vísindafólkið við Háskólann á Akureyri (HA) og nú er komið að Gísla Kort Kristóferssyni sem er dósent í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild HA.

*„Viðbrögðin hafa verið jákvæð, fólk er þakklátt fyrir að hafa þennan möguleika til að sækja sér huggun, styrk eða blessun í dagsins önn. Þakklæti fólksins eru mín laun,” segir Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri sem haldið hefur úti Orði dagsins í hálfa öld. Í Orð dagsins getur fólk hringt og hlustað á lestur, ritningarorð eða lestur úr Biblíunni og er ávallt nýr texti á hverjum degi.

*Sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir heldur um Áskorandapennan og skrifar áhugaverðan pistil. 

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Athugasemdir

Nýjast