Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag, fimmtudaginn 9. Júlí. Hægt er gerast áskrifandi með einföldum hætti með því að smella hér. Blaðið er einnig fáanlegt í völdum verslunum.

Meðal efnis í blaðinu:

*Ferðasumarið í Grímsey hefur verið mun betra hingað til en nokkur þorði að vona að sögn Höllu Ingólfsdóttur sem starfar í ferðaþjónustu á eynni. Halla segir sjaldan eða aldrei hafið verið jafn mikið líf í ferjunni og nú í sumar og oft hafi þurft að kalla út auka mannskap í áhöfn.

*Það var ekki bjart útlitið hjá ferðaþjónustufyrirtækjum á Húsavík þegar Covid-19 faraldurinn stóð sem hæst. Síðan hefur bærinn bókstaflega iðað af lífi og veitingahús bæjarins verið full út úr dyrum dag eftir dag mest allan júlímánuð. Guðrún Þórhildur Emilsdóttir, veitingamaður á Veitingahúsinu Sölku er til að mynda mjög ánægð með hversu vel hefur ræst úr sumrinu.

*Lausaganga katta í Norðurþingi er með öllu óheimil og hefur verið um árabil. Sitt sýnist hverjum um það bann og blossa upp umræður um lausagöngu katta með reglulegum hætti á samfélagsmiðlum. Kattaeigendur á Húsavík virða flestir lög og reglur um kattahald þó þeir kunni að hafa á þeim ýmsar skoðanir og sumir þeirra nota frumlegar aðferðir til að halda „inni“ köttum sínum ánægðum. Einn þessara kattaeigenda er Guðný María Waage.

*Edward H. Huijbens hefur búið í Hollandi í á annað ár ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann starfar sem prófessor og stjórnandi rannsóknarhóps á sviði menningarlandfræði við Wageningen-háskólann. Líkt og önnur lönd hefur Hollandi ekki farið varhluta af Covid-19 en þar er lífið hægt og bítandi að færast í eðlilegra horf. Vikublaðið sló á þráðinn til Edwards og forvitnaðist um stöðu mála í Hollandi og lífið hjá fjölskyldunni þar ytra.

*Þessa dagana stendur yfir Lýðheilsuvika Völsungs. Boðið er upp á fjölbreytta viðburði dagana 19.-26. júli en það er almenningsíþróttadeild Völsungs sem stendur fyrir dagskránni og er verkefnið styrkt af Lýðheilsusjóði. Vikublaðið ræddi við Heiðar Hrafn Halldórsson sem ásamt Ástu Hermannsdóttur hefur haldið utan um verkefnið.

*Áhrif Netflix kvikmyndar Will Ferrels Eurovision song contest: The Story of Fire Saga gætir enn á Húsavík og eflaust víðar. Það er ekki síst vegna tónslistarinnar í myndinni en fjölmargir hafa gefið út sínar eigin útgáfur af smellunum Ja Ja Ding Dong og Húsavík My Hometown. Einn þessara listamanna er Friðrik Marinó Ragnarsson.

*Berglind Kristinsdóttir í Hrafnagili heldur um Áskorendapennna og kemur með áhugaverðan pistil.

Þetta og meira til í Vikublaðinu. 


Nýjast