Vikublaðið kemur út í dag

Vikublaðið kemur út í dag og er að finna áhugaverðir fréttir í bland við skemmtilegt mannlífsefni í blaðinu.

Meðal efnis:

*Kórónuveirusmitum hefur fjölgað ört á Norðurlandi eystra undanfarna daga og eru nú yfir hundrað í einangrun og á fimmta hundrað í sóttkví. Flest smitin sem hafa greinst á landshlutanum síðustu daga eru á Akureyri og á Dalvík. Þeim hefur fjölgað sem þurfa innlögn á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) vegna Covid-19 en þrír lágu þar inni í gær en enginn þeirra á gjörgæslu.

*Átta af tíu þingmönnum NA-kjördæmis hafa ákveðið að gefa kost á sér í þingkosningum næsta haust en Vikublaðið kannað hug þingmanna kjördæmisins fyrir haustkosningarnar 2021.

*Lífshlaup Bjarna Hafþórs Helgasonar er fyrir löngu orðið merkilegt enda hefur hann yljað landsmönnum í gegnum tíðina með hnyttni sinni, húmor og æðruleysi á hverjum þeim vettvangi sem hann gefur lagt fyrir sig. Hann hefur marga fjöruna sopið en fyrir um tveimur árum síðan greindist hann með Parkinsons-sjúkdóminn. Blaðamaður Vikublaðsins ræddi við hann um áskoranir og sigra á lífsleiðinni.

*Fyrir liggur að sorphirðukostnaður Norðurþings hækkaði umtalsvert eftir síðasta útboð. Samið var við Íslenska Gámafélagið vegna söfnunar, flutnings, afsetningar og endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík fyrir sveitarfélagið Norðurþing 2020-2024. Á fundi ráðsins var bókað að horft sé til þess hækkun á sorphirðugjaldi verði 20%.

*Á síðustu vikum hefur byggðarráð Norðurþings verið upplýst um áhuga félagsins Carbon Iceland ehf. til uppbyggingar svokallaðs lofthreinsivers innan iðnaðarsvæðisins á Bakka. Gangi hlutirnir eftir gætu um 300-500 stöðugildi skapast á svæðinu. Rætt er við Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings um málið.

*Magna Ásgeirsson þarf vart að kynna en hann hefur verið einn af okkar fremstu söngvurum um árabil. Hann sló í gegn sem söngvari í Á móti sól, vakti heimsathygli fyrir þátttöku sína í Rock Star Supernova fyrr á þessari öld og hefur oft verið nærri því að komast í Eurovision fyrir hönd okkar Íslendinga. Magni býr og starfar á Akureyri þar sem hann unir sér vel og rekur hér tónlistarskóla þar sem hann sinnir einnig kennslu. Ef ástandið væri eðlilegt væri Magni að spila á tónleikum flestar helgar en þar sem árið er frekar óeðlilegt hefur minna verið um spilamennsku í ár. Magni er Norðlendingur vikunnar og við skulum forvitnast frekar um söngvarann.

*Orri Blöndal er margfaldur Íslandsmeistari í íshokkí með liði Skautafélags Akureyrar og landsliðsmaður til margra ára. Hann hefur leikið íshokkí víðsvegar um heiminn og óhætt er að segja að hann sé búinn að vera einn fremsti íshokkíleikmaður landsins um árabil. Orri er íþróttamaður vikunnar að þessu sinni.

*Þau Ásdís Eydal og Einar Björn Erlingsson tóku áskorun frá Guðrúnu Berglindi Bessadóttur og taka við keflinu í matarhorninu.

Smelltu hér til að gerast áskrifandi.


Nýjast