22 mars - 29 mars 2023
Útgáfutónleikar Kjass á Græna Hattinum
Tónlistarkonan Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir var á dögunum að gefa út sína aðra sólóplötu sem ber nafnið „Bleed’n Blend”.
Fanney sem syngur og semur undir listamannsnafninu Kjass segir að tilgangur plötunnar sé að gefa fólki kraft og von til að halda áfram með lífið eftir erfiðleika. Útgáfutónleikarnir fara fram á Græna Hattinum fimmtudaginn 25. ágúst kl. 21:00.
Miðasala á Græni Hattinum
Nýjast
-
Göngu- og hjólastígur meðfram Leiruvegi í útboði
- 23.03
Hafist verður handa við gerð göngu- og hjólastígs meðfram Leiruvegi að norðanverðu í sumar. Verkið hefur verið boðið út og verða tilboð opnuð eftir helgi. -
Glænýtt Vikublað kemur út í dag
- 23.03
Að venju kennir ýmissa grasa í blaði dagsins. Hrísey og Grímsey koma við sögu og samgöngur við eyjarnar. Höldur Bílaleiga Akureyrar átti gott ár í fyrra, það besta í sögunni og útlitið gott fyrir yfirstandandi ár. Þar á bæ er í óða önn verið að huga að orkuskiptum bílaflotans, 26% flotans eru raf- eða vistvænir bílar. -
List, lyst og list - skemmtilegasti góðgerðaviðburður vorsins!
- 23.03
Sunnudaginn 26. mars býður Ladies Circle 7 Akureyringum og nærsveitungum til myndlistar, matarlystar og tónlistarviðburðar í sal Rauða krossins, Viðjulundi 2, milli kl. 15-18. Á staðnum verður sýning og þögult uppboð á ýmsum listmunum og handverki og rennur allur ágóði óskert til verkefnis Rauða krossins, Stuðningur við flóttafólk. -
Fetaði nærri því í fótspor Haraldar Bessasonar
- 23.03
Vísindafólkið okkar – Kristín Margrét Jóhannsdóttir -
Þingeyjarsveit - Umhverfis- og lýðheilsuþing í Stórutjarnaskóla
- 22.03
Umhverfis- og lýðheilsuþing Stórutjarnaskóla 2023 var haldið í gær þann 21. mars. Dagskrá þingsins var afar áhugaverð og metnaðarfull. Á þinginu kynntu nemendur verkefni sem þau hafa unnið að í vetur. Þar má nefna fatakönnun nemenda þar sem þau skráðu notkun á fötum sem þau áttu og kom í ljós að þau notuðu rúmlega helming af peysum og bolum sem voru í skápunum en um 70% af buxum. Einnig sögðu þau frá fatamarkaði sem þau héldu fyrir jólin þar sem þau komu með notuð föt sem voru orðin of lítil eða hentuðu ekki og seldu á markaðinum. Vakti þessi markaður mikla lukku og verður hann haldin aftur að ári og hvöttu krakkarnir gesti þingsins til að safna fötum yfir árið og gefa á næsta markað sem haldinn verður í desember 2023. -
Dagskráin
- 22.03
Vegna ófærðar seinkar dreifingu blaðsins í dag. Öxnadalsheiðin er ófær og óvíst er hvenær hægt verður að opna leiðina. -
Akureyri Rúmlega 2600 börn nýttu frístundastyrk í fyrra
- 22.03
Alls voru greiddar út 100 milljónir króna í frístundastyrki til barna og ungmenna á Akureyri fyrir árið 2022 á Akureyri og voru samstarfsaðilarnir alls 34 talsins. -
Fjársjóður í myndum Péturs
- 22.03
Stundum er sagt að hlutir hafi tilhneigingu til að fara í hringi. Þegar Pétur heitinn Jónasson ljósmyndari var að undirbúa og byggja íbúðarhús og aðsetur fyrir ljósmyndastofu á Stóragarði 15 byrjaði hann á að fá rými á fjórðu hæð í Kaupfélagshúsinu og útbjó þar framköllunaraðstöðu. Sem nýttist vel þangað til ljósmyndastofan varð tilbúin og opnaði á Stóragarðinum. Þar var hún starfrækt þangað til í fyrra og eins og margir þekkja, vel búin tækjum og þekkingu varðandi myndir og myndatengda þjónustu, í takt við fáanlega tækni á hverjum tíma. -
„Uppbygging ferðaþjónustu er ótvíræður valkostur“
- 22.03
Ársskýrsla Betri Bakkafjarðar fyrir árið 2022 er komin út. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir veitta styrki á árinu og önnur framfaramál í þágu eflingar byggðar í Bakkaflóa.
Athugasemdir