Upplýsingamiðstöð ferðamanna opnuð í Hofi

Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hof  Mynd  akureyri.is
Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hof Mynd akureyri.is

Upplýsingamiðstöð ferðamanna hefur verið opnuð í Hofi. Hún verður opin alla daga frá kl. 10-15 en afgreiðslutíminn lengist í 8-16 yfir hásumarið, frá 1. júní til 31. ágúst.

Í upplýsingamiðstöðinni er fyrst og fremst lögð áhersla á að miðla upplýsingum til ferðamanna um Akureyri og næsta nágrenni en ferðaþjónustuaðilar um allt Norðurlandi eru hvattir til að koma með kynningarefni sitt í Hof svo sé hægt að segja frá öðrum helstu dásemdum landshlutans.

Hafnasamlag Norðurlands, Menningarfélag Akureyrar, hönnunar- og gjafavöruverslunin Kista og Akureyrarbær hafa tekið höndum saman og standa að rekstri upplýsingamiðstöðvarinnar. Þetta er sami hópur og staðið hefur að opnun hennar síðustu tvö sumur, en upplýsingamiðstöðinni var lokað fyrir fyrir fjórum árum þegar ríkið hætti


Athugasemdir

Nýjast