Tónlistarhátíðin HnoðRi hefur göngu sína á Húsavík um páskana

Húsaband tónlistarhátíðarinnar á æfingu fyrir hátíðina. Mynd/epe
Húsaband tónlistarhátíðarinnar á æfingu fyrir hátíðina. Mynd/epe

Er ekki kominn tími á að brjóta aðeins upp normið hérna í fallega bænum okkar? Spyr Einar Óli Ólafsson, tónlistarmaður á Húsavík og listamaður Norðurþings. Hann stendur fremst í brúnni um þessar mundir við að skipuleggja tónlistarhátíð um páskana sem hann vonast til að verði að árlegum viðburði.

Hátíðin ber nafnið Hnoðri og er nýtt páska festival sem er vonandi komið til að vera og verður haldið í fyrsta skipti í ár, þann 30. mars. Á Hnoðra er lögð áhersla á ungt tónlistarfólk á Norðurlandi og frumsamið efni, en eitthvað sprell inná milli.
Hátíðin fer fram í skemmu í portinu á bakvið verslunina. Heimamenn. Hátíðin hefst klukkan 18:00 og stendur yfir fram  eftir kvöldi en frítt er inn á hátíðina.

Einar Óli segir að eftir að hafa upplifað páska á Húsavík þar sem honum þótti lítið um að vera í menningarlífinu hafi hann tekið höndum saman og ákveðið að setja á fót tónleikahátíð á Húsavík. Markmiðið með hátíðinni segir hann vera að bjóða upp á fjölbreytt úrval tónlistar þar sem grasrótin í tónlistarlífi Norðlendinga er virkjuð. Fyrirmyndin er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður á Ísafirði og draumurinn sé að um árlegan viðburð verði að ræða.

 


Athugasemdir

Nýjast