Tónleikaröð Græna hattsins og N4 heldur áfram

Andri Ívars og Stebbi Jak riðu á vaðið sl. föstudag á Græna hattinum en annað kvöld eru það Andrea G…
Andri Ívars og Stebbi Jak riðu á vaðið sl. föstudag á Græna hattinum en annað kvöld eru það Andrea Gylfadóttir og Risto Laur sem stíga á stokk.

N4 og Græni hatturinn hafa tekið höndum saman um að færa fólki tónleika heim í stofu. Fyrstu tónleikarnir voru sl. föstudagskvöld strax á eftir Föstudagsþættinum kl. 21.00 en þá stigu þeir Stebbi Jak og Andri Ívarsson á svið með klukkutíma efni, tónlist í bland við uppistand. Maríu Björk Ingvarsdóttur hjá N4 og Hauki Tryggvasyni á Græna hattinum hafði lengi dreymt um að gera þetta en ekki fengið undirtektir hjá kostendum.

„En nú var rétti tíminn kominn og erum við afar þakklát þeim sem styðja þetta framtak,“ segir María Björk. Annað kvöld munu þau Andrea Gylfadóttir og Risto Laur stíga á stokk og svo verður áframhald á meðan þörfin er, þar sem ekki verða tónleikar á Græna hattinum meðan samkomubannið er í gildi. Nema í þessum dúr, áhorfendalaust.

„Eitthvað urðum við að gera, það var ómögulegt að missa dampinn,“ segir Haukur Tryggvason en hann og María kjósa að kalla þessa tónleikaröð „Deyjum ekki ráðalaus“.


Athugasemdir

Nýjast