Það geta allir skráð sig í björgunarsveit

Leonard Birgisson klár í hvað sem er.
Leonard Birgisson klár í hvað sem er.

Jón Ragnar

Flugeldasala björgunarsveita hefur verið gríðarlega mikilvæg fjáröflun fyrir þeirra starf. Leonard Birgisson byrjaði að starfa í björgunarsveit 1980 og hefur hann gegnt fjölmörgum störfum á þeim vettvangi. Hann hefur verið formaður, gjaldkeri og séð um nýliðastarf auk þess að sinna almennum verkefnum sem félagi í björgunarsveit. Þá hefur hann einnig setið í stjórn Slysavarnafélagsins Landsbjargar, verið gjaldkeri félagsins og formaður flugeldanefndar. 

Hvernig eru störf björgunarsveitarinnar um hátíðirnar? Er meira álag?

„Það er öllu jöfnu ekkert aukið álag á björgunarsveitir um hátíðirnar nema í þeim tilfellum sem veðurfar setur samgöngur og mannlíf úr skorðum. Verkefni sem björgunarsveitir fengu í hendur í byrjun desember 2019 og voru viðvarandi langt fram á árið 2020 eru enn í fersku minni. Einnig er 30. desember 2018 eftirminnilegur því þá fengum við krefjandi fjallabjörgunarverkefni í Dalsmynni þar sem þekking og samvinna skipti sköpum við að bjarga einstaklingum sem slösuðust í fjallgöngu.“

Mikilvæg fjáröflun

Hversu mikilvæg er flugeldasalan ykkur í björgunarsveitinni?

„Flugeldasala á sér áratuga hefð á Íslandi og er björgunarsveitum mjög mikilvæg og í mörgum tilfellum stendur hún undir 50-70% af tekjum björgunarsveita.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast