Sýning ársins 2024 opnuð á Sigurhæðum

Sýning ársins 2024 verður opnuð á Menningarhúsi í Sigurhæðum á sunnudag
Sýning ársins 2024 verður opnuð á Menningarhúsi í Sigurhæðum á sunnudag

Á mæðradaginn, sunnudaginn 12. maí klukkan 13
 opnar Sýning ársins 2024 í Menningarhúsi í Sigurhæðum á Akureyri. Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, flytur ávarp á opnuninni. Húsið verður opið til klukkan 17 þennan sunnudag og það verður líka hægt að líta inn á vinnustofur listafólks, hönnuða og hugsuða á annarri hæð Sigurhæða.

Esjan hefur áhrif

Myndlistarmennirnir og hjónin Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson vinna verk sérstaklega fyrir Sigurhæðir í ár. Í tilefni 150 ára afmæli þjóðsöngsins unnu þau handgerða postulínsdiska sem bera tilvitnun í bréf Matthíasar Jochumssonar frá 1867. Í bréfinu lýsir Matthías; sem þá var prestur á Kjalarnesi, hvernig Esjan hefur áhrif á hann. „Esjan er hæst yfir Móum, stórkostleg, rammefld, alvörumikil; þegar ég er trúarlítill glottir hún yfir höfuðið á mér og segir: þú ert kúkur og að kúk skaltu verða; en sitji ég fagurt sólskinskvöld uppi á búrmæni og slái mig til riddara á andans fjálsa, eilífa vígvelli — þá brosir hún og segir með ómetanlegu: Má ég detta? “

Verk Ingibjargar "Málamiðlanir" í Pastel ritröð kemur einnig út þennan dag. 

Ásamt þeirra verkum eru kynntir forverar okkar í listum og menningu, persónur úr menningarsögunni, frumkvöðlar á fyrstu stigum íslenskrar menningarsenu innanlands og utan áratugina í kringum 1900. Sýningarhönnuður er Þórarinn Blöndal. Fjöldi listamanna og fræðimanna kemur að bakgrunns vinnu og framsetningu.


Athugasemdir

Nýjast