Sveitarstjórinn Dr. Metal á Eistnaflugi

Samsett mynd, skjáskot af youtube
Samsett mynd, skjáskot af youtube

Kristján Þór Magnússon er best þekktur í dag sem sveitarstjóri Norðurþings en hann er nú á sínu öðru kjörtímabili. Hann var einnig mjög frambærilegur knattspyrnumaður á sínum yngri árum og lék með Völsungi í 2. deild karla árið 1996.

Kristján gerði ekki síður góða hluti í leiklistinni en hann átti sannkallaðan leiksigur þegar hann tók að sér túlkun Frankenfurters í söngleiknum Rocky Horror Picture Show í uppfærslu Píramusar og Þispu á framhaldsskólaárunum. Allt of fáir vita þó að fyrir nokkrum árum öðlaðist sveitarstjórinn núverandi költ status sem Dr. Metal. Árið var 2012 og ein stærsta þungarokkshljómsveit Íslandssögunnar var að troða upp á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi á Neskaupsstað. Kristján er fær saxafónleikari og steig á svið með þessari goðsagnakenndu hljómsveit í laginu Melrakkablús. Hann endurtók síðan leikinn síðar sama ár á úrslitakvöldi Wacken Metal Battle.

Þetta og fleira kemur fram í skemmtilegu viðtali við Kristján Þór sem birtist í prentútgáfu Vikublaðsins. Smelltu HÉR til að gerast áskrifandi.

Hér að neðan má sjá myndaband af tónleikunum á Eistnaflugi þar sem Kristján Þór kemur fram. Kristján stígur á svið á 6:20 mínútu:

 


Athugasemdir

Nýjast