Sólskin vel yfir meðallagi

Veðrið hefur leikið við Norðlendinga undanfarna daga og vikur.
Veðrið hefur leikið við Norðlendinga undanfarna daga og vikur.

Á Akureyri var meðalhitinn 9,9 stig í júní sem er 0,3 stigum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020, en -0,1 stigi undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 204,1, sem er 21 stund yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Júní var fremur kaldur á landinu. Það frysti og snjóaði víða í byggð og gróðri fór hægt fram. Í lok mánaðar var aftur á móti mjög hlýtt, sérstaklega á Austur- og Norðausturlandi og fór hitinn þar víða vel yfir 20 stig nokkra daga í röð. Hlýindunum fylgdu miklar leysingar eftir kalt vor með tilheyrandi vatnavöxtum í ám og lækjum.


Athugasemdir

Nýjast