Saumuðu grænmetispoka fyrir Hríseyjarbúðina

Krakkarnir í Hríseyjarskóla stuðla að bættri umhverfisvernd með því að sauma grænmetispoka.
Krakkarnir í Hríseyjarskóla stuðla að bættri umhverfisvernd með því að sauma grænmetispoka.

Krakkarnir úr Hríseyjarskóla saumuðu grænmetispoka sem er núna hægt að fá lánaða í Hríseyjarbúðinni. Fjölnota innkaupapokar hafa verið að ryðja sér til rúms í versluninni að sögn Claudiu Werdecker verslunarstjóra.

„Upphaflega fékk Svanhildur Daníelsdóttir kennari frá Akureyri, sem á sumarhús hér í eyjunni, þá hugmynd að sauma fjölnota innkaupapoka fyrir um tveimur árum. Fólk hefur mikið notað þessa lánspoka, og þrjár aðrar konur fóru svo líka að sauma poka og gáfu búðinni. Síðan það varð löggjöf að leggja gjald á alla poka, líka um glæru grænmetispokana, hefur verulega dregist úr notkun plastpoka í búðinni,“ segir Claudia.

 


Athugasemdir

Nýjast