Sænsk jól og íslensk

Klas Rask segir sænskar og íslenskar jólahefðir að mörgu leyti svipaðar.
Klas Rask segir sænskar og íslenskar jólahefðir að mörgu leyti svipaðar.

Greinin birtist fyrst í Jólablaði Vikudags sem unnið var af nemum í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.

Jólin eru mismunandi eftir löndum eins og gefur til kynna. við höfðum samband við svíann Klas Rask en hann hefur verið búsettur á Akureyri síðastliðin 10 ár. Áhugavert er að heyra sjónarhorn annarra á sænskum og íslenskum jólum. Heyrum hvað Klas Rask hefur að segja um sænsk jól í samanburði við þau Íslensku.

„Sænsku og íslensku jólahefðirnar eru mjög svipaðar. Stærsti munurinn er sá að í Svíþjóð erum við ekki með jólasveina goðafræðina og fáum ekki gjafir í skóinn 13 dögum fyrir jól. Í Svíþjóð opnum við gjafirnar og borðum mikið fyrr, í kringum 17:00 eru aðal viðburðirnir búnir og kvöldinu er varið í samverustund sem felur í sér að horfa á sjónvarpið saman og leika með gjafirnar“. Klas kveðst hafa reynt að vekja athygli Íslendinga á Lúsíudeginum með tilheyrandi bakstri og notalegri samverustund . „Ég reyni að vekja athygli á Lucia 13. desember en sá dagur er haldin hátíðlegur hér í Svíþjóð, við bökum Lussekatter á þeim degi en það er sænskt jólabakkelsi sem er ómissandi yfir hátíðirnar samkvæmt Svíum.“

Hlaðborð á aðfangadag

Á aðfangadag borða Svíar jólahlaðborð sem er hlaðið allskyns kræsingum samkvæmt Klas. „við leggjum metnað  í margskonar álegg, nokkrar tegundir af síld, kjötbollur, pylsur, sultur, grænmeti, kartöflur og fleira ásamt jólaskinku sem stendur uppúr á hlaðborðinu. Ég held í sænsku hefðina og er jólamaturinn á mínu heimili undir áhrifum sænska jólahlaðborðsins. Það getur verið mikið fyrir fimm manna fjölskyldu að sitja uppi með svona mikinn mat en íslenska fjölskyldan nýtir sér þessa fjölbreytni og eru dugleg að koma og smakka. Allt frá því að ég fylgdi ástinni til þessa fallega heimshluta fyrir tíu árum síðan get ég sagt fyrir sjálfan mig og vonandi aðra að ég hafi notið þess að að blanda þessum jólahefðum saman“.

-GKJ


Athugasemdir

Nýjast