Oddfellow á Akureyri veitir veglega styrki

Karl Eskil Pálsson undirmeistari st.nr.2 Sjafnar (t.v.), Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri RKí …
Karl Eskil Pálsson undirmeistari st.nr.2 Sjafnar (t.v.), Ingibjörg Halldórsdóttir deildarstjóri RKí í Eyjafirði og Örn Stefánsson yfirmeistari st.nr.2 Sjafnar.

Oddfellowstúkurnar á Akureyri, sem eru fimm talsins, afhentu nýverið Jólaaðstoðinni 2020 á Eyjafjarðarsvæðinu styrk að fjárhæð þrjár milljónir króna. Að Jólaaðstoðinni standa Hjálparstarf kirkjunnar, Hjálpræðisherinn, Mæðrastyrksnefnd & Rauðikrossinn. Fyrir nokkrum vikum síðan afhentu Oddfellowstúkurnar á Akureyri Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis kr. 2.250.000.

Fram kemur í tilkynningu að í gegnum tíðina hefur Oddfellow styrkt starfsemi félagsins reglulega og er þessi veglegi styrkur nú svar stúkanna við neyðarkalli félagsins vegna erfiðrar fjárhagsstöðu þess.

 


Athugasemdir

Nýjast