Mikil aukning í viðtalsbeiðnum undanfarna mánuði

Sigurbjörg Harðardóttir verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimiliso…
Sigurbjörg Harðardóttir verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Viðtalsbeiðnum nýrra skjólstæðinga hefur fjölgað mjög, en straumurinn hófst í lok liðins árs, þrjá síðustu mánuðina var mikið að gera og sömuleiðis nú í janúar. Mynd:MÞÞ

Aflið -Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi 20 ára í vor

„Við gerum ráð fyrir að þessi aukning sem við sjáum núna muni halda áfram,“ segir Sigurbjörg Harðardóttir verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu, Samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi. Þrjá síðustu mánuði liðins árs og einnig nú í janúar hefur verið talsverð aukning viðtalsbeiðna frá nýjum skjólstæðingum. Samtökin verða 20 ára í vor og stendur til að minnast tímamótanna. Reksturinn hefur verið tryggður til næstu þriggja ára, en í nóvember síðastliðnum komst Aflið á fjárlög.

„Það er mjög mikið að gera, beiðnum um viðtöl rignir inn og ekkert lát á,“ segir Sigurbjörg. Hún segir að viðtölum hafi fækkað á árinu 2020, en það ár var heimsfaraldur í hámarki, margir drógu sig í hlé og loka þurfti starfsemi hjá Aflinu í alls tvo mánuði. „Það var okkar mat að áhrif af kóvid ætti eftir að koma sterkt inn í okkar starf þegar eitthvað væri um liðið og mér sýnist að sú spá okkar sé að raungerast nú. Þessi mikla aukning núna má að hluta til rekja til ástands í tengslum við heimsfaraldurinn og einnig er það ævinlega svo að þegar mikil umræða er um kynferðisofbeldi í samfélaginu þá aukast viðtalsbeiðnir hjá okkur.“ 

Sigurbjörg segir að algengast sé að þeir sem leita til Aflsins hafi verið beittir andlegu ofbeldi, en það er oft fylgifiskur annars ofbeldis. Kynferðisofbeldi komi þar næst á eftir og síðan heimilisofbeldi. „Það er reyndar þannig að oft hefur fólks sem til okkar leitar verið beitt fleiri en einni tegund af ofbeldi,“ segir hún.

Umræðan ýtir við mörgum

Sú umræða sem verið hefur áberandi á undanförnum vikum ýtir við mörgum að sögn Sigurbjargar. Fólk átti sig á að það sjálft hefur verið í áþekkum aðstæðum og rætt er um, þetta geti verið gömul mál sem fólk hefur bælt niður og ekki rætt um. „Svo þegar verið að ræða þetta frá öllum hliðum þá kemur það við kaunin á fólki. Það finnur að það þarf að fá að  ræða þessi mál og leitar þá til okkar. Stundum hefur fólk jafnvel ekki áttaði sig á að það hafi upplifað ofbeldi, það hefur kannski skilgreint atvikið á annað hátt,“ segir Sigurbjörg.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast