Mezzoforte á Græna hattinum

Mezzoforte stígur á svið um helgina á Græna hattinum.
Mezzoforte stígur á svið um helgina á Græna hattinum.

Nóg verður um að vera á Græna hattinum um helgina. Hljómsveitin ADHD, sem hefur nú starfað í 11 ár, gaf á dögunum út sína sjöundu plötu og mun að því tilefni halda tvenna útgáfutónleika. Útgáfutónleikarnir verða á Græna hattinum í kvöld, fimmtudaginn 23. maí og í Kaldalóni í Hörpu 24. maí. Platan ADHD 7 kom út sl. mars og hefur fengið einróma lof gagnrýnanda og áheyrenda, en hljómsveitin hefur undanfarið verið á tónleikaferðalagi um Evrópu. Hljómsveitina ADHD skipa þeir Ómar Guðjónsson saxófónn, Óskar Guðjónsson gítar, Magnús Trygvason Eliassen trommur og Tómas Jónsson Hammond og önnur hljómborð

Tónleikarnir hefjast kl. 21.00. Eftir ótal tónleikaferðir um heiminn síðastliðin ár spilar Mezzoforte aftur á Græna hattinum, föstudaginn 24. maí. Þar mun sveitin flytja öll sín þekktustu lög. Þaðan halda þeir síðan til Þýskalands og Hollands í næstu viku þar sem túrinn heldur áfram. Framundan eru alls þrjátíu og tveir tónleikar í Evrópu og enn að bætast við að sögn hljómsveitarmeðlima. „Þeir Gulli Briem, Eyþór Gunnarsson, Jóhann Ásmundsson, Friðrik Karlsson, Jónas Wall og Ari Bragi Kárason munu bræða saman funk, jazz og rokk. Þetta verða einu tónleikar á Íslandi að þessu sinni og hefjast kl. 22.00.

Bestu lög Radiohead verða gerð góð skil næsta laugardagskvöld þann 25. maí á Græna hattinum þar sem Eyþór Ingi og félagar spila helstu lög sveitarinnar. Flytjendur auk Eyþórs Inga sem sér um söng og gítarleik eru Franz Gunnarsson -gítar / söngur, Þorbjörn Sigurðsson -hljómborð / gítar / söngur, Hálfdán Árnason -bassi / söngur og Skúli Gíslason – trommur. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

 


Nýjast