Með afar þétta stundatöflu

Benedikt og Kamilla með stelpunum sínum
Benedikt og Kamilla með stelpunum sínum

Greinin birtist fyrst í Jólablaði Vikudags sem unnið var af nemum í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri.

Benedikt Rúnar er 23 ára gamall or uppalinn hér á Akureyri. Hann er að læra tölvunarfræði í  Háskólanum á Akureyri. Benedikt er á þriðja og seinasta árinu í náminu. Hann er einnig blakleikmaður í langan tíma og jafnvel eftir að hann varð faðir gat hann byrjað að æfa aftur.

“Ég ákvað fyrir tilviljun að kíkja á æfingu þegar ég var í 1.bekk. Náði svo einhvern veginn að plata nógu marga félaga mína með mér til að við næðum í lið.Núna  vill ég  sinna blakinu eins vel og raunhæft er fyrir mig. En þar sem ég er með þann fæðingargalla að vera ekki rúmir 2 metrar á hæð læt ég það nægja að hafa þetta sem áhugamál.”segir Benedikt Rúnar.

Tvíburar faðir

Árið 2018 urðu hann og kærastan hans Kamilla Pálmadóttir, sem leggur stund á viðskiptafræði í HA og æfir líka blak, foreldrar tvíbura og líf þeirra breyttist mikið. Hann lýsti því hvernig ungir foreldrar hafa nægan tíma fyrir allt.

“Við erum bæði að sinna okkar námi og svo erum við bæði á æfingu um kvöldin alla virka daga. En við reynum að nýta tímann sem við höfum með stelpunum vel og reynum að gefa okkur alltaf helgarnar í að gera eitthvað með þeim. Þetta er oft skrautlegt púsluspil þegar æfingarnar liggja saman en hefst með góðri aðstoð okkar nánustu. En þessi stífa dagskrá hjá okkur finnst mér bara halda okkur við efnið, hver stund er betur nýtt.”

Aðspurður hvort væri erfiðara, að sjá einn um tvíburana í nokkrar klukkustundir eða spila tvo blak í röð svaraði Benedikt Rúnar: „Þær Harpa og Kolbrún hafa vinningin þarna. Litlu harðstjórarnir mínir vilja bara það besta og láta mig heyra það ef ég stend mig ekki! Svo er það alltaf skrautlegt þegar þær eru báðar ósáttar, kvöldmaturinn í miðjum smíðum og maður sjálfur bara með tvær hendur. En viðnáum einhvern veginn alltaf að bjarga deginum og stelpurnar hafa verið sáttar með frammistöðuna til þessa.”

Líf mitt eftir 5 ár

“Ég klára tölvunarfræðina núna í vor. Þá er planið að taka örstutt fæðingarorlof með stelpunum og leita að vinnu. Svo erum við búin að vera safna fyrir íbúð og ef allt gengur upp erum við að fara flytja inn í nýja íbúð eftir ár. Þá er lítið eftir annað en að styðja konuna í gegnum restina af náminu sínu, verða fær í mínu fagi og fylgjast með stelpunum takast á við sitt lífsbrölt. Svo er aldrei að vita nema að eftir 5 ár verði ég búinn að gleyma því hvað þetta var allt krefjandi og reyni við að koma með næsta tvíburapar í heiminn!” Benedikt  er ekki viss hvort hann verði að spila blak eftir 5 ár, en það mun alltaf verða áhugamál hjá honum.

-IO

 


Athugasemdir

Nýjast