Lystigarðurinn - Kostar meira að pissa

Lystigarðurinn svíkur engan.   En það verður talsvert dýrara að pissa þar frá og með næsta mánuði.  …
Lystigarðurinn svíkur engan. En það verður talsvert dýrara að pissa þar frá og með næsta mánuði. Mynd MÞÞ

Gjald fyrir afnot af salernisaðstöðu í Lystigarðinum á Akureyri hækkar 1. maí næstkomandi, út 150 krónum  eins og áður var í 300 krónur. Gjaldið verður endurskoðað við gerð gjaldskrár Umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar árlega.

Gjaldtaka hefur verið tekin upp á núverandi salernum í Lystigarðinum á Akureyri og einnig þeim sem sett verður þar upp í byrjun sumars. Uppsetning á búnaði fyrir gjaldtökuna stendur nú yfir á núverandi salernisaðstöðu.

Ástæða þess að lagt er til að hækka gjaldið á hverja ferð er til að standa á móti þeim kostnaði sem hlýst við innleiðingu á gjaldtökunni ásamt rekstrarkostnaði við gjaldtökubúnaðinn og rekstrarkostnaði við salernin sjálf, auk fjölgunar salerna á svæðinu.

Verið er að vinna í lausn á gjaldtöku á nýju salernisaðstöðunni sem áætlað er að verði komin upp í byrjun sumars. Verið er að sækja um stöðuleyfi, búið er að samþykkja deiliskipulag á svæðinu en yfirferð á teikningum stendur nú yfir áður en þau fara fyrir skipulagsráð.


Athugasemdir

Nýjast