„Mér líður eiginlega eins og ég sá farinn í frí frekar en að ég sé hættur. Þetta er hálf óraunverulegt ennþá,“ segir Viðar Þorleifsson aðalvarðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar sem lét af störfum í vikunni. Viðar hóf störf hjá Slökkviliðinu í janúar 1976 og spannar starfsferillinn
því 42 ár.
Á þeim tíma hefur hann verið ötull talsmaður aukinnar menntunar, bæði á sviði sjúkraflutninga og slökkvistarfa. Einnig var Viðar leiðandi í kjarabaráttu slökkviliðsmanna á starfsferlinum. Nánar er rætt við Viðar í nýjasta tölublaði Vikudags.