13. janúar - 20. janúar 2021
Í form eftir jólin
Ásta Hermannsdóttir er sérfræðingur hjá PCC á Bakka og einn af eigendum crossfit stöðvarinnar á Húsavík. Ásta nam einnig næringarfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist árið 2014. Hún veit því allt um það hvernig huga skal að heilsunni og réttir vikunnar endurspegla það. Ásta hefur umsjón með Matarhorninu þessa vikuna. „Þetta er létt og gott janúarstöff sem vonandi flestir geta leikið eftir!“
Skráðu þig inn til að lesa
Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.
Verð frá 2.690 kr. á mánuði.
Nýjast
-
„Ánægjulegt að geta loksins opnað“
- 15.01
Líkamsræktarstöðvar landsins fengu að í vikunni með miklum takmörkunum þó eftir rúmlega þriggja mánaða lokun. Einungis eru leyfðir hópatímar þar sem allt að 20 manns mega koma saman. Í World Class verður boðið upp bæði þol-og styrktarþjálfun í hópatímum. Sigurður Gestsson hefur starfað sem einkaþjálfari í áraraðir og á stóran kúnnahóp í World Class. Hann fagnar því að nú sé hægt að opna að einhverju leyti. „Þetta er búið að vera ansi langur tími og því ánægjulegt að geta opnað, þó þetta sé mjög takmarkað fyrst um sinn. En það er betra en ekkert og mér líst vel á þetta,“ segir Sigurður í samtali við Vikublaðið. Í venjulegu árferði er Sigurður að þjálfa hálfan daginn og á móti sinnir hann ýmsum viðgerðum og viðhaldi á tækjabúnaði í World Class-stöðvunum á Akureyri. „Ég hef því einbeitt mér algjörlega að því undanfarna mánuði og hef t.d. verið að flísaleggja klefana og skipta út ljósum og gera við tæki. Það er ýmislegt sem fellur til og ég reyni að nýta tímann vel,“ segir Sigurður. -
Vilja skoða persónukjör fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar
- 15.01
Bæjarfulltrúar á Akureyri almennt hlynntir því að taka upp persónukjör í sveitarstjórnarkosningum -
Akureyri, „Hvað ætlar þú að verða þegar þú ert orðin stór?“
- 14.01
Það var Spilverk þjóðanna sem spurði Reykjavíkina okkar fyrir nokkrum áratugum titilspurningarinnar að ofan í samnefndu lagi. Frá því að Spilverkið spurði þessarar spurningar hefur byggðamynstur á Íslandi þróast á óvenjulegan máta. Tveir þriðjungshlutar tiltölulega fárra íbúa landsins eru saman þjappaðir í einu borgarsamfélagi á suðvesturhorninu. Önnur lönd sem fara nærri því að vera svona „einnar-borgar“ eru oftast byggð á litlum skikum þar sem borgarmörkin falla saman við landamærin. Af þessum ástæðum koma reglulega fram hugmyndir um að auka jafnvægi í vegasalti byggðar og lands með einhvers konar borgarvalkosti við höfuðborgarsvæðið, sem væri þá Akureyri af augljósum ástæðum. Þetta hefur einhvern veginn oftast verið meira í orði en á borði, en fyrir skemmstu var sett af stað átaksverkefni ráðuneytis um framtíð Akureyrar. Meðal annars gert til skilgreiningar á „meginkjarna landshluta“ og „svæðisbundnu hlutverki“. Umræða um eflingu Akureyrar hefur hins vegar átt það til að þvælast fljótt í karp um hugtökin, „bæi“ eða „borgir“ með þeim afleiðingum að áform um markmið og aðgerðir gufa upp áður en yfir lýkur. Til eru viðmið af ýmsu tagi um borgir, þ.á.m. skilgreining OECD fyrir Evrópuborgir út frá ýmsum eðlisþáttum byggðar sem og íbúafjölda (50 þús. að lágmarki). Í Bretlandi var reyndar löngum gengið út frá því að bærilega myndarleg dómkirkja dygði til þess að Englandsdrottning viðurkenndi þéttbýlisstað sem borg. En öll þessi mörk eru túlkanleg með ólíkum hætti og er raunin sú að algildar alþjóðlegar skilgreiningar á því hvað greinir litlar borgir frá stórum bæjum eru ekki til. -
Vikublaðið kemur út í dag
- 14.01
Vikublaðið kemur út í dag og að vanda er farið um víðan völl í blaði vikunnar. Meðal efnis: *Með því að afnema minni-og meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar hefur verið rætt um að nú sé tækifæri til að hafa persónukjör í næstu sveitarstjórnarkosningu... -
Sjö virk smit á Norðurlandi eystra og allt landamærasmit
- 14.01
Fimm smit eru á Akureyri og tvö á Húsavík. -
Hlíðarfjall opnar á morgun
- 14.01
Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli opnar á morgun, föstudaginn 15. janúar, en með ákveðnum takmörkunum vegna Covid-19. Veðurspáin er býsna góð og því stefnir allt í frábæra helgi, er fram kemur á vef Akureyrarbæjar. Gerð er sú krafa að allir gestir skíðasvæð... -
Skoða að taka á móti kvótaflóttamönnum
- 14.01
Fjölskylduráð Norðurþings skoðar að taka þátt í tilraunaverkefni félagsmálaráðuneytisins um móttöku á flóttafólki. Hróðný Lund félagsmálastjóri Norðurþings sat kynningu ráðuneytisins í desember og upplýsti ráðið um efni kynningarinnar í vikunni. Hún... -
Ríkið kaupir Hótel Gíg
- 13.01
Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að með því sé fengin niðurstaða um framtíðaraðstöðu fyrir meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á NA landi og starfsað... -
Brynjar Ingi og Gígja íþróttafólk KA
- 13.01
Brynjar Ingi Bjarnason var valinn íþróttakarl ársins hjá KA og blakkonan Gígja Guðnadóttir var valin íþróttakona ársins. Í umsögn um íþróttamennina á vef KA segir að Brynjar Ingi hafi leikið stórt hlutverk í Pepsi-deildarliði KA sem endaði tímabilið ...