Hrúturinn Lokkur fékk fyrstu verðlaun

Þverárhjón, þau Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir með Eyrúnu Dís yngsta barn þ…
Þverárhjón, þau Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir með Eyrúnu Dís yngsta barn þeirra og verðlaunagripinn. Mynd aðsend

Lokkur 22-330 frá Þverá  fékk fyrstu verðlaun í flokki veturgamalla hrúta með hæstu heildareinkunn sem fengist hefur í stigakerfi því sem Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu notar eða 39,6 stig

Verðlaunin voru veitt á aðalfundi FSSÞ sem haldinn var að Ýdölum núverið.

Lokkur var með 24 sláturlömb, fallþungi þeirra reyndist 19,3 kg með 10 fyrir gerð. Búsmeðaltal sláturlamba á Þverá var 17, 2 kg.

 

 


Athugasemdir

Nýjast