Hollvinir SAk 10 ára - Gerðu sér glaðan dag í Lystigarðinum

Stjórnarmenn í Hollvinasamtökum SAk afgreiða veitingar, sem auðvitað voru í „boði hússins“. Jói Bjar…
Stjórnarmenn í Hollvinasamtökum SAk afgreiða veitingar, sem auðvitað voru í „boði hússins“. Jói Bjarna lengst til hægri, þá Bjarni bróðir hans, Erla Björg Guðmundsdóttir, Jóhann Rúnar Sigurðsson fyrir borðsendanum og fjær má sjá í bakið á grillmeisturunum Bjarna Jónassyni og Edgardo Solar, sem er starfsmaður SAk.

Sjúkrahúsið okkar

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) fögnuðu 10 ára afmæli sínu með því að bjóða til garðveislu í Lystigarðinum á Akureyri sl. föstudag frá kl. 16 til 18.

Fjölmargir lögðu leið sína í Lystigarðinn til að samfagna Hollvinum SAk, njóta veðurblíðunnar, góðra veitinga og skemmtilegrar tónlistar. Veislan heppnaðist með eindæmum vel – en sem löngum fyrr tala myndirnar sínu máli.

Hollvinir 10

Partýland lagði til hoppukastala í veisluna og þetta ljúfa tígrisdýr var vinsælt meðal yngstu kynslóðarinnar.

Hollvinir 10
Nokkrir starfsmenn Sjúkrahússins á Akureyri hjálpuðu til við undirbúninginn og stóðu svo vaktina við hoppukastalann og gættu þess að allt gengi að óskum. T.f.v.: Erla Björnsdóttir, Ragnheiður Halldórsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir og Gunnar Líndal. 

Hollvinir 10
Hollvinir nefndu þetta góða band „Hljómsveit sjúkrahússins“ en þau Sigurður Albertsson skurðlæknir, Helga Dögg Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Hermann Arason („segðu bara verðandi sjúklingur, til að ná tengingu við SAk,“ sagði hann sjálfur) sáu um að skemmta veislugestum konunglega með skemmtilegri tónlist. 

Hollvinir 10
Sigurður E. Sigurðsson, framkvæmdastjóri lækninga og handlækningasviðs SAk, færði Hollvinum SAk skjöld að gjöf, fyrir hönd stjórnenda og starfsfólks SAk, með hjartans þökkum fyrir ómetanlegan stuðning frá stofndegi samtakanna. Jóhannes G. Bjarnason, formaður stjórnar Hollvina, veitti skildinum viðtöku. 

Hollvinir 10
Hluti hópsins sem kom að garðveislunni í Lystigarðinum. Efri röð, t.f.v.: Edgardo Solar, Bjarni Jónasson, Erla Björnsdóttir, Kristjana Kristjánsdóttir, Jóhann Rúnar Sigurðsson, Bjarni Bjarnason, Ragnheiður Halldórsdóttir og Jóhannes G. Bjarnason.
Krjúpandi fyrir framan eru Erla Björg Guðmundsdóttir, Bragi V. Bergmann og Hermann Haraldsson.

auglýsing

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast