Almar Alfreðsson vöruhönnuður á Akureyri hefur unnið sjálfstætt frá árinu 2012 við ýmis konar hönnunarverkefni. Eitt af hans þekktustu verkum eru litríkar lágmyndir af Jóni Sigurðssyni sem heita Jón í lit. Almar er ættleiddur frá Guatemala og segir það mikla gjöf að hafa komið til Akureyrar og alast hér upp. Nóg verður að gera hjá Almari í sumar þar sem hann mun stýra Jónsmessuhátíðinni, Listasumrinu á Akureyri og Akureyrarvöku.
Vikudagur heimsótti Almar og spjallaði við hann um listina og lífið, en nálgast má viðtalið í nýjasta tölublaði Vikudags.