„Fyllir mig krafti og trú“

Ásdís Arnardóttir segir tónlistina ávallt hafa verið stóran hluta af lífi sínu.
Ásdís Arnardóttir segir tónlistina ávallt hafa verið stóran hluta af lífi sínu.

„Tilfinningin er virkilega góð. Hún fyllir mig krafti og trú á að gera eins vel og ég get,“ segir Ásdís Arnardóttir sellóleikari sem er bæjarlistamaður Akureyrar árið 2020. Valið var kunngert á Vorkomu Akureyrarstofu sem haldin var í netheimum í síðustu viku.

Ásdís segir valið hafa komið sér á óvart. „Svo sannarlega, kom mér skemmtilega á óvart þar sem ég veit að margir frambærilegir listamenn sækja um þennan heiður á hverju ári. Ég taldi mig þó eiga möguleika þar sem ég lagði mig sérstaklega fram um að vanda umsóknina og fékk ráðgjöf frá mér reyndara fólki við það.“ 

Nánar er rætt við Ásdísi í Vikudegi sem kom út í gær. Hægt er að gerast áskrifandi með því að smella hér.


Athugasemdir

Nýjast