Fjórir nýir atvinnuslökkviliðsmenn útskrifaðir á Akureyri

Frá vinstri talið; Axel Ernir Viðarsson, Jófríður Stefánsdóttir, Eydís Sigurgeirsdóttir og Hallgrímu…
Frá vinstri talið; Axel Ernir Viðarsson, Jófríður Stefánsdóttir, Eydís Sigurgeirsdóttir og Hallgrímur Sigurðsson.

Hátíðardagur var hjá Slökkviliðinu á Akureyri í gær þegar fjórir nýir atvinnuslökkviliðsmenn voru formlega útskrifaðir og fengu sín skírteini afhent við hátíðlega athöfn. Þetta eru þau Axel Ernir Viðarsson, Jófríður Stefánsdóttir, Eydís Sigurgeirsdóttir og Hallgrímur Sigurðsson.

„Við óskum þeim innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim velfarnaðar í sínum störfum," segir á Facebooksíðu Slökkviliðsins.

 


Nýjast