Fjölbreytt dagskrá á Græna hattinum

Geirfuglarnir halda útgáfutónleika á Græna hattinum.
Geirfuglarnir halda útgáfutónleika á Græna hattinum.

Fjölbreytt dagskrá er á Græna hattinum um helgina. Í kvöld, föstudagskvöldið 14. febrúar mun Katrín Ýr í samvinnu við VOX Collective flytja lög söngkonunnar Adele. Á tónleikunum munu þau taka lög frá öllum þremur plötum Adele; 19, 21 og 25, auk annara laga frá tónleikum og öðrum live flutningum.

Þetta er í fyrsta skiptið sem þessir tónleikar verða haldnir á Akureyri, en síðustu tvennir tónleikar í Reykjavík seldust upp í forsölu. Katrín hefur starfað við tónlist síðastliðin 13 ár og sett saman ýmsa tónleika með VOX Collective, og hefur þar á meðal heiðrað tónlistarmenn/konur á borð við Madonna, Carole King, Outkast, Nirvana ofl. Hljómsveitina skipa Katrín Ýr söngur, Helgi Reynir gítar og raddir, Birgir Kárason bassi og raddir, Ed Broad trommur og Glenn Callaghan hljómborð. Tónleikarnir hefjast kl. 22.00.

Á laugardaginn 15. febrúar er komið að Geirfuglunum sem halda útgáfutónleika á Græna hattinum. Þar verða leikin lög af hljómplötunni Hótel Núll í bland við eldri slagara. „Geirfuglarnir leika útdauða tónlist í takt við tíðarandann og láta nú gamlan draum rætast að mæta loksins norður á Græna hattinn,“ segir um tónleikana sem hefjast kl.22.00.

Þess má svo til gamans geta að Græni hatturinn fagnar 17 ára afmæli þessa helgi.

 


Nýjast