„Ekki einfalt að hefja nýtt líf rúmlega fimmtugur“

Ódi ásamt Ingu Björk Harðardóttur konu sinni.
Ódi ásamt Ingu Björk Harðardóttur konu sinni.

Jón Óðinn Waage flutti út til Svíþjóðar ásamt konunni sinni Ingu Björk Harðardóttur í byrjun september árið 2015 en þau búa í smábæ í Mið-Svíðþjóð. Ódi, eins og hann er jafnan kallaður, er uppalinn Akureyringur og einn helsti júdófrömuður landsins. Hann starfar við kennslu í grunnskóla og talar sænskuna reiprennandi. Vikublaðið ræddi við Óda um lífið í Svíþjóð. „Lífið gengur sinn vanagang hérna í Svíþjóð þrátt fyrir Covid-19. Ég vinn í grunnskóla og þar hafa yfirvöld ákveðið að Covid finnist ekki og þess vegna er engin breyting þar,“ segir Ódi. -Síðast þegar ég ræddi við þig varstu í sænskunámi. Ertu orðinn altalandi á sænsku? „Stuttu eftir að ég kom las ég rannsókn sem sýndi að í kringum fimmtugsaldurinn tapaði maður getunni til að læra ný tungumál. Ég kom hingað þegar ég var 52 ára gamall og tala sænsku reiprennandi núna. Þeir eru að vinna að nýrri rannsókn skilst mér,“ segir Ódi í léttum dúr.

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Nýjast