Ekkert minnst á eldri borgara í aðgerðarpakkanum

„Fundurinn telur að það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda að sinna betur þeim þegnum sínum, …
„Fundurinn telur að það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda að sinna betur þeim þegnum sínum, sem hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag,“ segir í ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Akureyri

„Það er öllum ljóst að stór hópur eldri borgara hefur mjög lágar tekjur og þarf sárlega að fá viðbót til að geta lifað eðlilegra lífi en hann gerir í dag,“ segir í ályktun aðalfundar Félags eldri borgara á Akureyri.

Fundurinn átelur ríkisstjórn Íslands harðlega fyrir það, að í þeim 80 milljarða króna pakka, sem hún setti fram til  að liðka fyrir kjarasamningum næstu fjögur árin, er ekkert sérstaklega minnst á málefni eldri borgara þessa lands.

Fundurinn telur að það ætti að vera forgangsverkefni stjórnvalda að sinna betur þeim þegnum sínum, sem hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag.

Allir geti lifað sómasamlega af sínum lífeyri

Fundurinn skorar á alla eldri borgara þessa lands að standa þétt við bak  Landsambands eldri borgara í þeirri miklu baráttu sem fram undan er í að ná fram réttlæti eldri borgurum til handa.

Enn fremur skorar fundurinn á Landsamband eldri borgara  að berjast af fullri hörku fyrir því að á okkur verði hlustað og stjórnvöld komi til móts við okkar óskir um  að allir geti lifað sómasamlegu lífi af sínum lífeyri.


Athugasemdir

Nýjast