„Ég fer inn í minn eiginn heim og þar líður mér vel“

Hér er Baldur með Unu dóttur sinni skömmu eftir að fjölskyldan flutti til Noregs.
Hér er Baldur með Unu dóttur sinni skömmu eftir að fjölskyldan flutti til Noregs.

Baldur Kristjánsson er Húsvíkingur sem er búsettur í Osló í Noregi. Hann vinnur á landslagsarkítektastofunni Trifolia sem hann er meðeigandi í. En í frítíma sínum sinnir hann köllun sinni sem er listin. Myndir hans eru draumkenndar teikningar og notast Baldur aðallega við blýant og þurrpastel. Baldur er kominn með barnabók á teikniborðið og er kominn í samstarf við nýja vefverslun sem heitir Vegglist.is og eru eftirprentanir eftir Baldur á leið á markað innan skamms. Vikublaðið ræddi við Baldur á dögunum. Baldur er borinn og barnfæddur Húsvíkingur og er með ástíðu fyrir sveitinni enda segist hann dreyma um það að verða hobby-sauðfjárbóndi í framtíðinni. Hann notar enda hvert tækifæri til þess að komast heim í sveitina og missir helst ekki af göngum og sauðburði ef hann er á landinu en hann er ættaður innan úr Öxarfirði. Baldur útskrifaðist með BA gráðu í Arkítektúr frá Listaháskóla Íslands árið 2008 en hann segir að það hafi alltaf verið draumur að fara eitthvað erlendis til að halda áfram námi. „Það var ekki boðið upp á Master í Listaháskólanum þannig að það var alltaf planið að fara eitthvað út,“ segir Baldur og bætir við hlæjandi: „Árið 2008 var reyndar ekkert sérstaklega gott fyrir arkítekta og enga vinnu að fá í þeim bransa. Ég hef alltaf haft mestan áhuga fyrir landslagsarkítektúr og langaði til að sérhæfa mig í því.“

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast