Eftir gresjunni kemur maður ríðandi hesti á

Spurningaþraut Vikublaðsins # 15

  1. Til stóð eða stendur að byggja stórskipahöfn á Norðausturlandi en við hvaða fjörð?
  2. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði með Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada í síðustu viku. Hvar fór fundurinn fram?
  3. Málefni hælisleitenda hafa verið mjög til umræðu undan farin misseri. Meðal þess sem ratar í umræðuna er sá mikli fjöldi hælisleitenda sem kemur frá Venesúela en hver er forseti þar í landi?
  4. Fátt hefur þó verið meira í umræðunni en sala ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Seðlabankinn hefur birt samkomulag við Íslandsbanka um að ljúka máli bankans vegna sölunnar á hlut ríkisins í bankanum en hver er bankastjóri bankans?
  5. En hvað þurfti Íslandsbanki að greiða samkvæmt sáttinni?
  6. Jón Gunnarsson lét nýverið af embætti dómsmálaráðherra en hver tók við af honum?
  7. Hver er safnstjóri Listasafnsins á Akureyri?
  8. Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 og eru veitt fagurbókmenntaverki sem er samið á einu af norrænu tungumálunum. Hvaða Íslendingur vann síðast til þessara virtu verðlauna?
  9. Fyrir hvaða verk hlaut hún verðlaunin?
  10. Belgar hafa fært okkur margar skemmtilegar teiknimyndapersónur. Nægir þar að nefna hinn úrræðagóða Tinna og strumpana. Lukku-Láki er önnur belgísk uppfinning sem glatt hefur margar kynslóðir Íslendinga. En hver skapaði þennan lukkulega kúreka?

 ---

Svör

  1. Finnafjörð.
  2. Í Vestmannaeyjum.
  3. Nicolás Maduro Moros.
  4. Birna Einarsdóttir.
  5. 1,2 milljarða íslenskra króna.
  6. Guðrún Hafsteinsdóttir.
  7. Hlynur Hallsson.
  8. Auður Ava Ólafsdóttir.
  9. Skáldsöguna Ör.
  10. Morris (Maurice de Bevere).

Hér er spurningaþraut #14

Og hér er þraut #16


Athugasemdir

Nýjast