Draumar þess rætast, sem gistir Vaglaskóg

Spurningaþraut Vikublaðsins #16

  1. Þessir piltar voru áberandi á útihátíðum á níunda áratug síðustu aldar. Hvað heitir hljómsveitin sem þeir skipa?
  2. Hvað heitir forsætisráðherra Alþýðulýðveldisins Kína?
  3. Fyrir hvaða félagslið leikur íslenska knattspyrnukonan Glódís Perla Viggósdóttir?
  4. Robert Allen Zimmerman er með frægari núlifandi tónlistarmanna en þó aðallega undir öðru nafni, hvaða?
  5. Þessi tónlistarmaður braut blað í sögunni þegar hann hlaut bókmenntaverðlaun Nobels árið 2016. Hann mætti að vísu ekki sjálfur til þess að taka veð verðlaununum en önnur tónlistarkona mætti í hans stað og söng við athöfnina. Hver var það?
  6. Áður en við yfirgefum þemað, hvaða lag söng hún?
  7. Bókin Hreinsun hefur notið mikillar hylli frá því hún kom út árið 2008, ekki síst hér á landi eftir að íslenska þýðingin kom út tveimur árum síðar. Hver er höfundurinn?
  8. Nú reynir á athyglina. Á öðrum stað er fjallað um merkar byggingar á Húsavík; Bjarnahús og Bjarnabúð. Í Bjarnahúsi er safnaðarheimili Húsavíkursóknar en hver hannaði húsið?
  9. Daggperlur glitra, um dalinn færist ró. Draumar þess rætast, sem gistir Vaglaskóg. Þetta vita öll sem gist hafa í Vaglaskógi en þetta er raunar ljóðlína úr laginu Vor í Vaglaskógi sem Vilhjálmur Vilhjálmsson gerði ódauðlegt um árið. Hljómsveitin Kaleo jók svo enn á vinsældir þess með sinni ábreiðu. En hver orti textann?
  10. Hvað heitir hæsta fjall Evrópu?

 -----

Svör:

  1. Greifarnir.
  2. Li Qiang.
  3. Bayern München, í Þýskalandi.
  4. Bob Dylan.
  5. Patti Smith.
  6. Hún söng Bob Dylan – lagið A Hard Rain’s A-Gonna Fall.
  7. Sofi Oksanen.
  8. Rögnvaldur Ólafsson.
  9. Kristján frá Djúpalæk.
  10. Það heitir Elbrus (á rússnesku Gora El’brus) og er það í Kákasusfjallgarðinum í Rússlandi, nálægt landamærum Georgíu. Tindar þess eru tveir, hinn vestari og hærri er 5.642 metrar á hæð en sá eystri 5.621 metri á hæð.

Hér má finna Spurningaþraut  #15

Hér er svo þraut #17


Athugasemdir

Nýjast