Dimma mætir á Græna hattinn

Dimma.
Dimma.

Dimma heldur sína fyrstu tónleika á árinu á Græna hattinum í kvöld, föstudagskvöldið 13. mars en þar hafa þeir áður haldið nokkra af sínum bestu tónleikum. Dimmu þarf vart að kynna enda ein vinsælasta rokksveit landsins undanfarin ár og hafa þeir gefið út fimm breiðskífur, jafnmargar tónleikaplötur og átt fjölda laga sem farið hafa hátt á öldum ljósvakans.

Í lok síðasta árs sendi sveitin frá sér fyrsta lagið með nýrri liðskipan en það var lagið „Þögn“ sem notið hefur talsverðra vinsælda. Þeir fylgdu því svo eftir með nýja laginu „Almyrkvi“, sem var framlega Dimmu til Söngvakeppninnar 2020. Tónleikarnir hefjst kl. 22.00.

Sveitin Á móti sól snýr aftur á Græna hattinn laugardagskvöldið 14. mars. „Á efnisskránni eru öll skárstu lögin af 20 ára plús ferli Á móti sól auk þess sem uppáhalds sveitaballaslagarar strákanna fá að heyrast,“ segir um tónleikana sem  hefjast kl. 22.00.


Athugasemdir

Nýjast