„Búinn að stefna á þetta í meira en 20 ár“

Sigfús Fossdal ásamt Stefáni Karel Torfasyni, syni Torfa Ólafssonar sem keppti fimm sinnum í Sterkas…
Sigfús Fossdal ásamt Stefáni Karel Torfasyni, syni Torfa Ólafssonar sem keppti fimm sinnum í Sterkasti maður heims.

„Ég hef stefnt að þessu markvisst í fjögur ár en þetta hefur hins vegar verið langtímamarkmið hjá mér í tuttugu ár. Því er óhætt að segja að þetta sé draumur að rætast en ég gaf það út í maí árið 1999 að ég ætlaði mér að keppa á þessu móti. Og nú er komið að því,“ segir akureyrski aflraunamaðurinn Sigfús Fossdal.

Eins og greint var frá í síðasta blaði hefur Sigfúsi verið boðið að taka þátt í keppninni Sterkasti maður heims 2019 sem fram fer dagana 13. til 16. júní í Flórída í Bandaríkjunum. Sigfús er fyrsti Akureyringurinn til að keppa síðan Torfi Ólafsson keppti árið 2000. Núverandi sterkasti maður heims er einmitt Íslendingur, Hafþór Júlíus Björnsson, sem einnig er á meðal keppenda í ár. 

Ítarlega er rætt við Sigfús í nýjasta tölublað Vikudags. Með því að smella hér er hægt að gerast áskrifandi.


Nýjast