Blikkrás færði Krabbameinsfélaginu styrk

Halldóra Björg Sævarsdóttir framkvæmdastjóri Kaon tekur við styrknum frá Helgu Eymundsdóttur frá Bli…
Halldóra Björg Sævarsdóttir framkvæmdastjóri Kaon tekur við styrknum frá Helgu Eymundsdóttur frá Blikkrás.

Blikkrás afhenti Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis nýverið 188.000 kr. vegna sölu á bleikum skóhornum í október í tengslum við Bleikan október. Allir starfsmenn fyrirtækisins klæddust bleikum bolum þann mánuð ásamt því að 2000 kr. af hverju seldu bleiku skóhorni rann til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Bleika slaufan er árlegt átaksverkefni Krabbameins­félagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. 


Nýjast