Sigrún Magna Þórsteinsdóttir er organisti í Akureyrarkirkju og með meistaragráðu í kirkjutónlist. Aðventan er annasamur tími hjá organistum og er Sigrún þétt bókuð í mánuðinum en gefur sér þó tíma til að undirbúa jólin. Hún er komin af bændafólki og finnst fátt betra en að kúpla sig út úr amstri hversdagleikans í sveitinni.
Blaðamaður Vikudags fékk sér kaffibolla með Sigrúnu Mögnu en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags.