Amtsbókasafnið - Býður garðverkfæri í útlán

Sýnishorn af  tækjum og tólum sem hægt er að fá að láni.   Mynd akureyri.is/amtsbokasafn
Sýnishorn af tækjum og tólum sem hægt er að fá að láni. Mynd akureyri.is/amtsbokasafn

Áður hefur verið haft á orði á þessum vef að starfsfólkið á Amtinu hér í bæ sé skemmtilega ferskt og fái líflegar hugmyndir sem notendur safnsins  kunna vel að meta. 

Í frétt frá þeim í dag er sagt frá að nú sé hægt að fá garðverkfæri,  takk fyrir takk,  að láni hjá Amtsbókasafninu!

Kæru safngestir! NÝJUNG! - Við erum farin að bjóða upp á garðverkfæri til útláns!

Það er farið að vora á Akureyri og kominn tími til að byrja vorverkin. Frá og með deginum í dag eru garðverkfæri til útláns hjá okkur, lánstími er 7 dagar. Verkfæri sem eru í boði: handskófla, lítil klóra, stungugaffall, stunguskófla, kantskeri, handklippur, greinaklippur, fata, beðhrífa, fíflajárn, greinasög og garðáhöld fyrir börn. Vinsamlegast þrifið verkfærin vel áður en þið skilið.

Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum Mynd af garðverkfærum


Athugasemdir

Nýjast