Akureyri Hlýjasti júni frá upphafi mælinga?

Veðrið á Akureyri  í júni var lengstum frábært.    Mynd Vb.
Veðrið á Akureyri í júni var lengstum frábært. Mynd Vb.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur heldur úti ásamt félaga sínum sínum Sveini Gauta Einarssyni verkfræðingi öflugri vefsíðu um veður, www.blika.is  Þar velta þeir því fyrir sér í færslu í morgun hvort nýliðinn júní geti hafa verið sá hlýjasti hér frá upphafi mælinga.  Meðalhiti á Akureyri í júni var um 12,4°C en er venjulega 9,7°C. 

Fréttin a Bliku er annars svona:

,,AKUREYRI: HUGSANLEGA HLÝJASTI JÚNÍ FRÁ UPPHAFI

Meðalhitinn verður um 12,4°C í nýliðnum júnímánuði. 2014 mældust 12,2°C á Akureyri. Fara þarf 90 ár aftur í tímann til að finna júnímánuð sem stenst einhver samanburð eða til 1933. Til að byrja með reiknaðist hitinn þá 12,6°C, en vegna nokkuð augljósra vandkvæða sem voru við mælingarnar var talan löngu síðar leiðrétt í 12,3°C.“

 

 


Athugasemdir

Nýjast