Völsungur gerir nýjan samstarfssamning við Landsbankann

Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir þjónustustjóri Landsbankans á Húsavík og Jónas Halldór Friðriksson fr…
Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir þjónustustjóri Landsbankans á Húsavík og Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri Völsungs undirrituðu samninginn í dag.

Völsungur og Landsbankinn á Húsavík hafa gert með sér samstarfssamning til tveggja ára um stuðning bankans við allar deildir félagsins næstu árin. Landsbankinn hefur verið einn af aðalstyrktaraðilum Völsungs  mörg undanfarin ár. Það voru Jónas Halldór Friðriksson framkvæmdastjóri  Völsungs og Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir þjónustustjóri á Húsavík sem undirrituðu samninginn í dag.

Samkvæmt samningnum fá deildir félagsins árlega greiðslu eins og í fyrri samningi. Völsungur úthlutar fjármunum samkvæmt sínum áherslum og skal gæta jafnræðis í úthlutun þeirra fyrir karla- og kvennaflokka eins og kostur er.  Landsbankinn og Völsungur munu vinna saman að vímuvarnarstefnu Völsungs og skal hluta af styrk bankans varið í námskeiðahald í vímuvörnum fyrir þjálfara og félagsmenn Völsungs.

„Samningurinn við Völsung er afar mikilvægur  fyrir okkur og er stærsti einstaki styrktarsamningur útibúsins. Völsungur er burðarás í æskulýðs- og íþróttastarfi bæjarins og því er mjög mikilvægt að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingarstarfi sem félagið beitir sér fyrir“ segir Anna Sigríður Sigurgeirsdóttir, þjónustustjóri Landsbankans á Húsavík.


Athugasemdir

Nýjast