Þór/KA dróst gegn Íslandsmeisturunum
Nú í hádeginu var dregið í 8 liða úrslit Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu og dróst Þór/KA gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar.
Segja má að leið Þór/KA sé ekki sú auðveldasta því í 16 liða úrslitum voru mótherjarnir sjálfir bikarmeistarar síðast árs, Breiðablik. Þór/KA sló bikarmeistarana út með stæl í leik sem fram fór á Kópavogsvelli. Nú eru það Íslandmeistararnir sem liðið þarf að kljást við og enn og aftur fær Þór/KA útileik.
Aðrir leiki í bikarnum eru:
Valur - HK/Víkingur
Grindavík - Tindastóll
ÍBV – Haukar
Leikirnir fara fram 23. og 24. júní.