Þór fær danskan bakvörð

Körfuknattleiksdeild Þórs hefur samið við Danska bakvörðinn August Emil Haas og mun hann leika með liðinu það sem eftir lifir leiktíðar.
August er 24 ára, 188 cm bakvörður, sem síðast lék með BMS Herlev í dönsku úrvalsdeildinni. Árin 2016-2019 lék hann í bandaríska háskólaboltanum, en þar áður var hann á mála hjá danska félaginu SISU. 
Þá hefur hann einnig leikið fyrir öll yngri og A landslið Danmerkur. Leikmaðurinn hefur þegar fengið leikheimild.


Athugasemdir

Nýjast