Stundum kallaður Trúðurinn eða Clooney

Alli Jói er Völsungur vikunnar í Skarpi. Mynd/epe
Alli Jói er Völsungur vikunnar í Skarpi. Mynd/epe

Aðalsteinn Jóhann Friðriksson er Völsungur vikunnar að þessu sinni. Hann er 27 ára og leikur sem framherji með Völsungum í 2. deildinni og er í fullu starfi við þjálfun hjá yngri flokkum félagsins. „Ég er oftast kallaður Alli Jói þó svo að Trúðurinn eða Clooney séu að koma sterk inn núna. Ég er loksins farinn að spila stöðu framherja eftir að hafa spilað flestar aðrar stöður á vellinum,“ segir Alli Jói en hann útskrifaðist sem UEFA, A þjálfari á dögunum. „Líf mitt snýst þar af leiðandi mest um fótbolta.“

Alli Jói spáði 2-0 tapi gegn Nígeríu (eins og raunar öllum leikjum Íslands) og telur að Brasilía verði heimsmeistarar. Meira um Völsung vikunnar í prentútgáfu Skarps


Athugasemdir

Nýjast