Sævar Pétursson bíður sig fram til formanns KSÍ

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Mynd/þev
Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Mynd/þev

Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns KSÍ á ársþingi Knattspyrnusambandsins í lok febrúar.

Í tilkynningu segir Sævar að undanfarnar vikur hafi hann fengið fjölda áskorana um að bjóða sig fram til formanns KSÍ og hann hafi notað síðustu daga til að íhuga málið. er „Niðurstaða mín [er] sú að gefa kost á mér í embættið, ekki síst með það að leiðarljósi að setja fótboltann aftur í fyrsta sætið hjá KSÍ og efla samskiptin við félögin í landinu. Ég hef gegnt stöðu framkvæmdastjóra KA frá árinu 2011, þekki íslenska knattspyrnu afar vel, enda hef ég lifað og hrærst í íþróttahreyfingunni frá blautu barnsbeini og mun reynsla mín og þekking vondandi nýtast KSÍ vel," segir Sævar.

 


Athugasemdir

Nýjast