Örlög Akureyrar ráðast í kvöld
Örlög Akureyrar í Olís-deild karla í handbolta ráðast í dag þegar lokaumferð deildarinnar fer fram en liðið tekur þá á mót ÍR í Höllinni kl.19:00. Akureyri og Fram berjast um síðasta lausa sætið í deildinni en Grótta er þegar fallið.
Þar stendur Fram betur að vígi en liðið er stigi fyrir ofan Akureyri. Fram hefur 13 stig í tíunda sæti en Akureyri 12 stig í því ellefta. Akureyri þarf því að vinna sinn leik og treysta á að Fram tapi gegn ÍBV á sama tíma.
KA tekur á móti FH á sama tíma í KA-heimilinu en KA-menn eru öruggir með sæti í deildinni.
Athugasemdir