KA/Þór þrefaldir meistarar

KA/Þór fagna bikarnum. Mynd: skjáskot/RÚV
KA/Þór fagna bikarnum. Mynd: skjáskot/RÚV

KA/Þ​ór er þre­fald­ur meist­ari í hand­knatt­leik árið 2021 eft­ir ör­ugg­an sig­ur gegn Fram 26:20 í úr­slita­leikn­um í bik­ar­keppni kvenna, Coca Cola-bik­arn­um, á Ásvöll­um í Hafnar­f­irði í dag. 

KA/Þ​ór  vann því  deild­ina, Íslands­mótið og nú bik­ar­keppn­ina sem frestað var síðasta vet­ur vegna heims­far­ald­urs­ins.  

 Rut Jóns­dótt­ir var val­in besti leikmaður úr­slita­helgar­inn­ar. Rut skoraði 5 mörk í úr­slita­leikn­um í dag og lagði upp önn­ur fimm. 

KA/Þ​ór hafði þriggja marka for­skot í hálfleik 12:9.  Fram náði  mest að minnka mun­inn í þrjú mörk þegar KA/Þ​ór hafði verið með sex marka for­skot. KA/Þ​ór náði mest sjö marka for­skoti í leikn­um og sig­ur­inn var ekki í hættu á loka­mín­út­um leiks­ins. 


Athugasemdir

Nýjast