13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Hafdís Sigurðardóttir HFA tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina.
Hafdís Sigurðardóttir afrekskona í hjólreiðum, margfaldur Íslandsmeistari og Íþróttakona Akureyrar 2022, gerir það svo sannarlega ekki endasleppt.
S.l. föstudag tryggði hún sér Íslandsmeistaratitil í tímatöku 22 km en hjólað var á Suðurstrandarveginum. Í gær vann Hafdís svo sinn seinni Íslandsmeistaratitil þessa helgi þegar hún kom fyrst i mark í götuhjólreiðum á Þingvöllum en hjólaðir voru 118 km.
Það er þvi óhætt er að segja að uppskeran sé góð eftir þessa helgi og óskar vefurinn Hafdísi innilega til hamingju með frábæran árangur.
Nýjast
-
Oddvitar í Norðausturkjördæmi mætast í beinni útsendingu
- 13.11
Oddvitar framboðanna til Alþingis mætast í kvöld í beinni útsendingu á RÚV og vef Vikublaðsins . Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu. -
Metsöfnun Dekurdaga í ár, 6,7 milljónir
- 13.11
Styrkurinn fyrir Dekurdaga árið 2024 var afhentur í Hofi við hátíðlega athöfn á dögunum og var enn og aftur slegið met, því upphæðin hljóðaði upp á kr. 6.700.000!! Upphæðin safnaðist með þátttökugjöldum fyrirtækja, sölu á bleikri slaufu í staur og almennum styrkjum frá fyrirtækjum og félagasamtökum. Að auki voru mörg fyrirtæki með uppákomur þar sem safnað var pening í söfnunina. -
Jaðarsvöllur 18 holur opnar í dag!
- 13.11
Við hjá GA erum gríðarlega ánægð að geta boðið okkar fólki upp á 18 holur af golfi á Jaðarsvelli frá og með deginum í dag! -
Uppruni jólakorta - Lauslega þýtt úr dönsku
- 13.11
Þegar fyrsta jólakortið var búið til um það bil árið 1800 á Englandi þá fékk það mikla athygli og með byr því að mörgum fannst það leiða athygli að jólum og sýna rétta jólaandann og varð það fjótt nokkuð vinsælt meðal Breta. Við þekkjum öll að jólin eru hátíð ljóss og friðar og á jólum sameinast fjölskyldur og vinir og við hugsum meira til vina og kunningja en á öðrum tímum. Jólakort hafa verðið þessi góði máti til þess að senda jóla- og vinarkveðju til þeirra sem við viljum gleðja á þessum tíma. Þessar kveðjur eru óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár, þetta er afar fallegur og góður siður og það gleður marga að fá fallega kveðju á fallegu jólakorti í svartasta skammdeginu. Það er talið að Kínverjar og Egyptar hafi byrjað að senda kveðjur á kortum fyrir 3000 árum og þaðan hafi þessi siður borist til Evrópu og hins vestræna heims. Í upphafi voru þessar kveðjur sendar í byrjun desember svo að þau gætu staðið á arinhillunni svo að fólk gæti notið þess alla aðventuna og jólin og fram á nýtt ár. Það sem á þeim stóð var oftast eitthvert biblíuvers, bæn, lítið kvæði eða eitthvað sem að minnti á vorið eða birtuna sem fólk var farið að bíða eftir á þessum dimmasta tíma. Oft voru líka send kort í tilefni árstíðaskipta svo sem um vor og sumar. -
Erill vegna veðurs í nótt sem leið
- 13.11
,,Allt er á tjá og tundri“ söng Sálin hans Jóns míns fyrst undir lok níunda áratug s.l. aldar og lýsti raunum karls sem lenti hressilega í ofjarli sínum. Það má kannski heimfæra hendinguna út textanum góða við stöðuna á Akureyri í morgun eftir rok næturinnar. Tré brotnuðu, þil í görðum gáfu sig og nýju ruslaföturnar voru víða, já, á tjá og tundri. -
Alvöru byggðarstefnu takk!
- 13.11
Um aldamótin 1900 bjuggu í Reykjavík ríflega 6000 manns, um 8% landsmanna en 11% á höfuðborgarsvæðinu. Nú 124 árum síðar býr 37% þjóðarinnar í Reykjavík og 65% á höfuðborgarsvæðinu. Og ef allt áhrifasvæði höfuðborgarinnar er tekið með, búa þar 80% landsmanna. Við hin 20% landsmanna búum svo utan þess. -
Fjölmenni í samstöðugöngu kennara
- 13.11
Félagsfólk í Kennarasambandi Íslands á Akureyri og nágrenni efndu í gær til samstöðugöngu í tilefni kjaradeilu sambandsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. -
Flug til framtíðar
- 13.11
Fyrsta flug easyJet frá Manchester lenti á Akureyrarflugvelli í gær en flogið verður á þriðjudögum og laugardögum frá nóvember út mars. Samtals verða þetta því 40 flug í vetur með 186 sætum hvert og því má búast við 6-7 þúsund farþegum í þessu flugi. Flug frá London Gatwick hófst í síðustu viku og stendur það fram á vor með sömu tíðni og fjölda sæta. Ætla má að flug á þessa áfangastaði geti skilað um 40 þúsund gistinóttum á landinu og aukningu landframleiðslu um 700 milljónir króna. Flugið frá London Gatwick til Akureyrar síðastliðinn vetur gekk framar vonum. Nýting var góð, stöðugur vöxtur í komum erlendra ferðamanna og heimamenn nýttu flugið mjög vel í helgarferðir eða tengingar lengra út í heim. Aðstæður á flugvellinum voru erfiðar vegna þrengsla en starfsfólkið þar á hrós skilið fyrir að veita frábæra þjónustu. Lendingar gengu vel á Akureyrarflugvelli og þurfti easyJet aldrei að nota varaflugvellina. Það sýndi sig að í slæmu veðri þar sem innanlandsflug lá niðri var þrátt fyrir það hægt að fljúga út í heim án vandkvæða. Þannig gat ferðaþjónustan tekið á móti ferðafólki og sýnt Norðurland í fallegum vetrarbúningi. -
Kvenfélagið Hjálpin gefur 1.100.000 kr
- 12.11
Nú á haustdögum varð kvenfélagið Hjálpin í Eyjafjarðarsveit 110 ára. Í kvenfélaginu starfa tuttugu og fjórar konur auk nokkurra heiðursfélaga. Við erum á aldrinum 24 ára til 76 ára og meðalaldur okkar er 48 ár. Við erum vinkonur, nágrannar, bekkjarsystur, systur og í félaginu starfa í dag 3 pör af mágkonum, 3 pör af mæðgum og 5 pör af tengdamæðgum. Í tilefni af 100 ára afmælinu gáfum við út bókina Drífandi daladísir þar sem eru myndir og upplýsingar um allar 231 félagskonurnar ásamt sögu félagsins í máli og myndum.