Hafdís Sigurðardóttir HFA tvöfaldur Íslandsmeistari um helgina.

Hafdís Sigurðardóttir tryggði sér tvo Íslandsmeistaratitl um helgina    Mynd úr safni
Hafdís Sigurðardóttir tryggði sér tvo Íslandsmeistaratitl um helgina Mynd úr safni

Hafdís Sigurðardóttir afrekskona í hjólreiðum,  margfaldur Íslandsmeistari og Íþróttakona Akureyrar 2022, gerir það svo sannarlega ekki endasleppt.

 S.l. föstudag tryggði hún sér Íslandsmeistaratitil í tímatöku 22 km en hjólað var á Suðurstrandarveginum.  Í gær vann Hafdís  svo sinn seinni Íslandsmeistaratitil þessa helgi þegar hún kom fyrst i mark í götuhjólreiðum á Þingvöllum en hjólaðir voru 118 km.  

Það er þvi óhætt er að segja að uppskeran sé góð eftir þessa helgi og óskar vefurinn Hafdísi innilega til hamingju með frábæran árangur.


Athugasemdir

Nýjast