Hæfileikamótun ungmenna í skíðagöngu

Hópurinn við æfingar í Noregi
Hópurinn við æfingar í Noregi

Sex ungmenni frá Skíðafélagi Akureyrar lögðu land undir fót og héldu áleiðis suður yfir heiðar á annan dag jóla.

Í Staðarskála bættust í hópinn íþróttafólk frá Skíðafélagi Ísafjarðar og Skíðafélagi Standamanna.

Í Noregi bætist svo í hópinn en 13 ungmenni á aldrinum 14-18 ára hafa skráð sig til þátttöku. Fjórar stúlkur og níu piltar. Ferðinni er heitið til Beitostølen í Noregi sem er í um 900 metrum yfir sjávarmáli í Innlandsfylkinu.

Það er Skíðasamband Íslands sem stendur fyrir þessarri ferð og skipuleggur æfingar. Þorsteinn Hymer sá gamalreyndi skíðamaður að vestan er þjálfarinn í ferðinni og er Hulda Pétursdóttir frá Akureyri fararstjóri. Þetta er hluti af hæfleikamótun SKÍ ungra iðkenda þvert á allar greinar. Mun hópurinn dvelja við æfingar í tólf daga. Það er sannarlega áskorun að takast á við ferðalög um þessar mundir. Það er mikilvægur þáttur í þjálfun og þroska að kostur sé á ferð sem þessarri og hafa tækifæri til að æfa við góðar aðstæður í heimalandi skíðaíþróttarinnar.


Athugasemdir

Nýjast