Gunnar Líndal tekur við KA/Þór

Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, og Gunnar Líndal við undirritun samning…
Haddur Júlíus Stefánsson, formaður handknattleiksdeildar KA, og Gunnar Líndal við undirritun samningsins. Mynd/KA.

Handknattleiksdeild KA hefur ráðið Gunnar Líndal Sigurðsson sem þjálfara kvennaliðs KA/Þórs. Samningurinn er til tveggja ára. Gunnar tekur við liðinu af Jónatani Magnússyni sem náði góðum árangri með liðið, en KA/Þór hafnaði í fimmta sæti Olís-deildarinnar á nýliðnum vetri.

Á vef KA segir að Gunnar hafi mikla reynslu af þjálfun en hann var til að mynda aðalþjálfari karla- og kvennaliðs Stryn í Noregi þar sem hann stýrði báðum liðum tvívegis upp um deild. Hann var kjörinn þjálfari ársins í 2. deild kvenna tímabilið 2014-2015. Þá var hann ráðinn sem sérfræðingur í þróun leikmanna af Norska handknattleikssambandinu.

„Uppgangur KA/Þórs hefur verið mikill síðustu ár og er Gunnar gríðarlega spenntur að halda áfram þeirri vegferð. Það er því klárt að það verður áfram mikill kraftur í kvennastarfi KA/Þórs,“ segir á vef KA.


Athugasemdir

Nýjast